Þá er komið að vísindaferð Upplýsingar  og verður hún haldin föstudaginn 16. mars kl 16:30.
 
Að þessu sinni heimsækjum við Hljóðbókasafn Íslands.
Hljóðbókasafn Íslands var stofnað árið 1982, þá nefnt Blindrabókasafn Íslands. Safnið hefur það hlutverk að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda. Starfsemi safnsins er því mögulega að einhverju leyti öðruvísi en á t.d. almenningsbókasöfnum, við ætlum allavega að kíkja í heimsókn og fá fræðslu um þeirra starfsemi enda forvitnilegt!
 
Dagskráin hefst kl 16:30 í húsnæði Hljóðbókasafns Íslands að Digranesvegi 5, 200 Kópavogi. 
Við fáum þar kynningu á safninu og einnig verður tími fyrir spurningar. 
 
Léttar veitingar verða í boði. 
 
Aðgangur frír fyrir félagsmenn Upplýsingar, 1000kr fyrir aðra.
 
Skráningu lýkur kl 16:00 miðvikudaginn 14. mars.