Vefsetur og póstlisti


Vefsetur Upplýsingar www.upplysing.is

Félagið hefur haldið úti vefsetri frá stofnun þess árið 2000.

Fyrstu árin var vefurinn unninn í FrontPage en frá árinu 2007 hefur vefurinn verið unninn í vefumsjónarkerfi, frá fyrirtækinu Tónaflóði, sem gefur ýmsa möguleika s.s. læstum síðum fyrir félagsmenn, viðburðadagatali og rafrænu fréttabréfi.

Allar ábendingar um efni á vefinn eru vel þegnar. Senda má tölvupóst á vefstjóra eða á [email protected]

Vefstjórar hafa verið Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir (2000-2002), Vala Nönn Gautsdóttir (2002-2007) og Hulda Björk Þorkelsdóttir (2007-2008), Rósa Bjarnadóttir (2008-2010).

Núverandi vefstjóri Upplýsingar er Óskar Þór Þráinsson (frá febrúar 2010).

Bókin – póstlisti Upplýsingar

Þann 6. febrúar 2003 stofnaði stjórn Upplýsingar aðgangsstýrðan póstlista [email protected] fyrir félagsmenn. Listinn er m.a. ætlaður til að auglýsa viðburði á vegum félagsins og til að senda upplýsingar til félagsmanna. Ennfremur stendur listinn félagsmönnum opinn sem umræðugrundvöllur um málefni félagsins og um bókasafns- og upplýsingamál almennt.
Félagsmenn Upplýsingar er eindregið hvattir til að skrá sig á listann en með skráningarforminu geta  áskrifendur einnig uppfært upplýsingar um sig og afskráð sig.