Vegna persónulegra aðstæðna þarf formaður Upplýsingar, Jóhann Heiðar Árnason, að taka sér tímabundið leyfi frá störfum. Vegna þessa verða smá breytingar á stjórn félagsins á meðan Jóhann er í leyfi.

María Bjarkadóttir, varaformaður félagsins mun taka við stöðu formanns.
Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, fyrrum formaður og varamaður í stjórn kemur inn í stjórn og mun sinna stöðu varaformanns.

Stjórn félagsins er því tímabundið skipuð eftirfarandi aðilum:

María Bjarkadóttir, starfandi formaður
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, starfandi varaformaður
Anna Sjöfn Skagfjörð, gjaldkeri
Þórunn Erla Sighvats, ritari
Oddfríður Steinunn Helgadóttir, meðstjórnandi