Upplýsing kynnir sértilboð á Creating Knowledge VIII ráðstefnuna um upplýsingalæsi og notendaþjónustu í bókasöfnum, sem haldin verður hér á landi í byrjun júní á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut.
Tilboðið gildir til 31. maí og er gjaldið einungis 69.000kr. Við minnum á að hægt er að sækja styrki til stéttarfélaganna.

Hér er um afar metnaðarfulla og fræðandi ráðstefnu að ræða sem líta má til sem einstaks tækifæris til sí- og endurmenntunar í okkar fagi. Dagskráin er fjölbreytt og er hátíðarkvöldverður í Hörpu innifalinn í verði auk móttöku og málsverða meðan á ráðstefnunni stendur. 

 
Smellið HÉR til að nýta ykkur þetta einstaka tilboð. 
Ath. nauðsynlegt er að nota skráningartengilinn hér að ofan til að nýta sér tilboðið, EKKI skráningartengil á vefsíðu ráðstefnunnar.
 
Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar o.fl. má finna á vefsíðu hennar – upplysing.is/ckviii
 
 
Sjáumst á Hilton í júní og skálum saman í Hörpu!