Nú er starfið af fara af stað eftir jólafrí en fyrsta morgunkorn ársins verður haldið þann 24. janúar í bókasafni Garðabæjar. Að þessu sinni kemur Guðrún Reynisdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og jógakennari, til okkar með fyrirlestur sem nefnist „ Áhrif kyrrsetu og streitu á líkama og sál“.

Morgunkorninu verður að venju streymt beint á YouTube og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Skráning fer fram hér, skráningarfrestur er til kl. 16, þriðjudaginn 22. janúar.