Þann 22. nóvember nk. kl. 13-17:15 verður haldið málþing í Öskju við Sturlugötu í Reykjavík. Á málþinginu verður fjallað um nám og framtíð bókasafns- og upplýsingafræðinga og verður leitast við að fá fram umræðu á breiðum grundvelli um hvert stefnir. Þá verður reynt að fá fram sjónarmið um það sem betur má fara og umræður um hvernig bregðast megi við og bæta úr.


Aðalfyrirlesari dagsins er Per Hasle rektor IVA (Det Informationsvidenskabeligi Akademi) sem fjallar um hvernig og hvers vegna Biblioteksskolen ákvað að breyta ímynd sinni.
Meðal annarra fyrirlesara eru Hrafnhildur Hreinsdóttir upplýsingafræðingur MLIS, Sveinn Ólafsson, gjaldkeri SBU, Sædís Gyða Þorbjörnsdóttir formaður Katalogos, Gunnhildur Manfreðsdóttir fagstjóri ráðgjafasviðs Gagnavörslunnar, Dr. Ágústa Pálsdóttir, Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Dr. Stefanía Júlíusdóttir. Málþinginu lýkur með pallborðsumræðu.


Málþingsstjóri er Rósa Bjarnadóttir upplýsingafræðingur MLIS og Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir stjórnar pallborðsumræðu.


Sjá dagskrá (uppfærð 21 nóv).


Staður: Öskju, Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, stofu 132.


Stund: mæting klukkan 12:30 og hefst stundvíslega klukkan 13:00 og stendur til 17:15.


Þátttökugjald: félagsmenn Upplýsingar og SBU greiða kr. 5.000,-, nemar kr. 3.000,- og utan félaga kr. 10.000.-. (Vinsamlegast greiðið inn á reikning 0111 26 505713 kt. 571299-3059 og sendið staðfestingu á [email protected]).


Skráning hér