Íslenskir póstlistar

Innlendir póstlistar

Bókin – póstlisti fyrir félagsmenn Upplýsingar
Þann 6. febrúar 2003 stofnaði stjórn Upplýsingar aðgangsstýrðan póstlista bokin@listar.ismennt.is fyrir félagsmenn. Listinn er m.a. ætlaður til að auglýsa viðburði á vegum félagsins og til að senda upplýsingar til félagsmanna. Ennfremur stendur listinn félagsmönnum opinn sem umræðugrundvöllur um málefni félagsins og um bókasafns- og upplýsingamál almennt.
Félagsmenn Upplýsingar er eindregið hvattir til að skrá sig á listann en með skráningarforminu geta  áskrifendur einnig uppfært upplýsingar um sig , komist í samband við stjórnanda póstlistans og afskráð sig.

IRMA félag um skjalastjorn – Icelandic Records Management Association.  Til að gerast áskrifandi þarf að vera gerast félagi. Frekari upplýsingar má finna á irma.is 

Skrudda – Póstlisti um bókasafna- og upplýsingamál á Íslandi. Til að gerast áskrifandi þarf að fylla út form sem er aðgengilegt hér.  Í skráningarfominu geta  áskrifendur einnig uppfært upplýsingar um sig, komist í samband við stjórnanda póstlistans og afskráð sig. 
 
Spuni – Íslenskur póstlisti um ritstjórn, hönnun og gerð vefsíðna. Til að gerast áskrifandi þarf að fylla út form sem er aðgengilegt hér