Kennsluvefur í upplýsingalæsi

Kafli 7
Höfundaréttur og siðfræði
 

Forsíða

 

Kafli

Leisgn um bkasfn Neti sem heimild
Hvar er upplsingar a finna? Trverugleiki heimilda
Gagnasöfn Hfundarttur og sifri
Heimildavinna og ritgerðasmíð Upplýsingalæsi
 
Kafli 7
1. Höfundaréttur
2. Siðfræði
3. Tenglar í texta á Netinu
 

1. Höfundaréttur

2. Siðfræði

3. Tenglar í texta á Netinu

1. Höfundaréttur

Íslensku hfundalgin (73/1972, 29. ma) veita öllum höfundum að bókmenntaverkum eða öðrum listaverkum eignarrétt á þeim. Höfundur verks á rétt á því að ákveða hvernig verk hans er notað. Höfundaréttur á líka við um efni á Netinu.

Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar. Fram að þeim tíma má ekki sýna verkið eða dreifa því án leyfis höfundar og/eða erfingja hans.

Á heimasíðu Hagenkis kemur fram að kjarni höfundaréttarins felst í einkarétti höfunda til að heimila hvers konar afnot verka sinna. Eignarréttur höfundar á verki felur í sér að það verður að semja við hann um birtingu og eintakagerð á hverju því verki sem réttur hans tekur til.

Um þetta segir í 3. gr. höfundalaga: Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum. Þennan einkarétt nota rithöfundar til að gera útgáfusamning við þá sem hafa hug á að gefa verk þeirra út og birtingarsamning við þá sem hafa áhuga á að birta það. Sé efni á rafrænu formi gert aðgengilegt fyrir hvern sem er á Netinu er eðlilegt að líta á það sem opinbera birtingu. Opinber birting er skilgreind þannig í 2. gr. höfundalaga: Verk telst birt, þegar það er með réttri heimild flutt eða sýnt opinberlega eða eintök af því hafa verið gefin út ... "

Birting á efni í gagnabanka eða á vefsíðum gefur hverjum sem vill kost á að gera eintök eftir efninu sé aðgangur öllum opinn. Um slíka birtingu þarf að gera samning við þá sem eiga höfundarétt á því efni sem ætlunin er að birta.

Í 1. kafla Réttindi höfunda, 9. grein er greint frá því að lög, reglugerðir, fyrirmæli stjórnvalda, dómar og önnur áþekk gögn, sem gerð eru af opinberri hálfu, njóta ekki verndar eftir lögum þessum og ekki heldur opinberar þýðingar á slíkum gögnum.

Takmarkanir á höfundarétti

Í íslensku höfundalögunum 2. kafla, 11. grein eru nokkrar undantekningar:

•  Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu.

•  Eiganda eða lögmætum notanda eintaks af tölvuforriti er heimil gerð eintaka af forritinu þar á meðal til gerðar vara- og öryggiseintaka sem honum er nauðsynleg vegna nýtingar þess.

•  Menntamálaráðuneytið hefur gert samninga við Fjls, sem er hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa, og fela þeir m.a. í sér að kennarar hafa leyfi til að ljósrita gögn til að nota í kennslu. Aðeins má ljósrita stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta, þó aldrei meira en 30 bls. Á ljósritinu þarf að koma fram úr hvaða verki er ljósritað.

Ákveða má í reglugerð að skjala- og bókasöfn hafi leyfi til að ljósmynda verk til eigin nota.

Tilvitnanir og myndir

Í 14. grein höfundaréttarlaganna kemur eftirfarandi fram:

Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið. Með sömu skilyrðum er heimilt að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum.

Tónverk

Útvarpsstöðvar þurfa leyfi frá STEFi til þess að útvarpa tónlist og greiða fyrir það. Það sama á við um það efni sem sýnt er í sjónvarpi.

Kvikmyndahúsin greiða til STEFs ákveðinn hundraðshlut af seldum miðum. Stærsti hluti þeirra tekna er sendur til systurfélags STEFs í Svíþjóð, STIM, sem sér um að úthluta greiðslum til erlendra höfunda.

Höfundaréttargjald er innheimt af óáteknum geisladiskum og tækjum til stafrænnar upptöku verka. Ekki er þó innheimt höfundaréttargjald af tölvum með innbyggðum geisladiskaskrifurum.

Samkvæmt höfundalögunum er leyfilegt að gera eintök af tónverki án samþykkis tónskálds, þ.á.m. að afrita það á nótur eða taka það upp á hljóðrit að því tilskildu að það sé til einkanota eingöngu og að verkið hafi verið flutt áður. Enginn má þó gera fleiri en þrjú eintök af hverju verki.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu STEFS, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.

Verk á Netinu

Í aðalatriðum gilda sömu reglur um höfundarétt á verkum á Netinu og í öðru formi.

Verk, sem birt eru á Netinu, er einungis heimilt að lesa af skjá samkvæmt íslensku höfundalögunum. Útprentun, geymsla, áframsending eða önnur notkun efnisins er því óheimil nema til komi ótvírætt samþykki rétthafa eða sérstök lagaheimild.

Nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu Fjls, hagsmunafélags rithöfunda.

Eftirfarandi eru almennar reglur til þess að fara eftir.

Ekki er leyfilegt að nota texta annarra á eigin vefsíðu nema geta heimildar.

Það má nota tengla í aðrar vefsíður án þess að biðja um leyfi ef það er greinilegt að með því að smella á tengilinn flyst viðkomandi yfir á aðra vefsíðu.

Þær upplýsingar sem eru á Netinu koma alls staðar að úr heiminum. Erfitt er fyrir höfund að vernda algjörlega rétt sinn. Alþjóðlegt samstarf er í þróun til að vernda höfundaréttinn.

 

 

Fyrri síða Upp Næsta síða

Íslensk útgáfa:
Ásdís H. Hafstað
Bára Stefánsdóttir
Nanna Lind
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Þórunn Snorradóttir
Styrktaraðilar: Menntamálaráðuneytið
© Biblioteksguiden för studerande og íslenskir höfundar 2004
Síðast uppfært 6. mars 2012
Um vefinn