Kennsluvefur í upplýsingalæsi

Kafli 4
Heimildavinna og ritgerðasmíð
 

Forsíða

Kafli

Leišsögn um bókasöfn
Netiš sem heimild
Hvar er upplżsingar aš finna?
Trśveršugleiki heimilda
Gagnasöfn
Höfundaréttur og sišfręši
Heimildavinna og ritgerðasmíð
Upplýsingalæsi
 
Kafli 4
1. Heimildavinna
2. Heimildaskráning
3. Skilgreiningar á ritsmíðum
4. Bækur og vefsíður um ritgerðasmíð
 

1. Heimildavinna

2. Heimildaskráning

3. Skilgreiningar á ritsmíðum

4. Bækur og vefsíður um ritgerðasmíð

1. Heimildavinna

Reglur um ritgerðasmíð eru mismunandi eftir skólum og skólastigum og því er ekki hægt að gefa einhlít ráð um það hvernig ritgerð á að vera. Hins vegar er hægt að útskýra hugtök og gefa leiðbeiningar um heimildavinnu.

Við gerð ritgerða og verkefna þarf oftast að styðjast við heimildir. Þá er stuðst við hvað aðrir hafa sagt eða skrifað um viðfangsefnið. Mismunandi er eftir námsgreinum hvernig heimildir má nota. Sumir kennarar leyfa t.d. ekki að greinar úr alfræðiritinu Wikipedia séu notaðar sem heimild.

Mikilvægast er að hafa samræmi í allri meðferð heimilda. Hafið í huga að sömu reglur gilda hvort sem um er að ræða prentaða ritgerð eða vefsíðu.

Í heimildavinnu þarf að sýna vandvirkni og hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Þegar bók eða verk eftir annan einstakling eru notuð til hjálpar við að gera eigin ritgerð, skýrslu eða vefsíðu er upprunalega verkið kallað heimild.
  • Skrá strax hjá sér allar heimildir sem hefur verið safnað.
  • Merkja öll ljósrit þannig að það sjáist úr hvaða riti þau eru.
  • Í verkefni þarf að sjást hvenær höfundur notar efni eftir aðra sem heimild (beinar eða óbeinar tilvitnanir).
  • Við hverja tilvitnun/heimild sem er notuð í texta þarf að gera tilvísun sem vísar á nánari upplýsingar um heimild í heimildaskrá.
  • Það þarf að vera heimildaskrá aftast í verkefni sem sýnir hvaða gögn hafa verið notuð sem heimild.

Žaš veršur aš sjįst greinilega hvaš vitnaš er ķ og žaš veršur aš fylgja žeim reglum sem gilda um heimildaskráningu. Sjį einnig kafla 7 um höfundarétt og sišfręši.

Heimildaskrá

Aftast í ritgerð/verkefni á að vera í stafrófsröð listi yfir allar heimildir sem hafa verið notaðar. Um hverja heimild eru skráðar ýmsar upplýsingar. Dæmi:

Höfundur. Útgáfuár. Titill. Undirtitill. Útgefandi/forlag, Útgáfustaður.

Helgi Guðmundsson. 1998. Með framtíðina að vopni. Hreyfing iðnnema, nám og lífskjör í 100 ár. Mál og mynd, Reykjavík.

Nánar verður fjallað um skráningu mismunandi heimilda hér fyrir neðan og í kafla 4.2.

Stuðst er við eftirfarandi rit: Ingibjörg Axelsdóttir, Þórunn Blöndal. 2007. Handbók um ritun og frágang. 9. útg. Mál og menning, Reykjavík sem byggir á Chicago reglunum um heimildaskráningu.

Tilvitnun

Það kallast tilvitnun þegar orð annarra eru notuð sem heimild í ritgerð/texta. Það skiptir máli að velja vel þær tilvitnanir sem eru notaðar og koma þeim þannig fyrir í eigin verki að þægilegt sé að lesa samfellt um efnið.

Bein tilvitnun: Texti er tekinn orðrétt upp úr verki annars höfundar.

Stuttur texti (20-30 orð) sem er tekinn orðrétt upp úr heimild er hafður innan gæsalappa og felldur inn í texta ritgerðar/verkefnis til að draga fram aðalatriði um viðfangsefnið:

--------------------------------------------------------------------------------
Helgi Guðmundsson segir meðal annars að „Árið 1899 eru stofnuð hagsmunasamtök í þremur iðngreinum, skósmíði, járnsmíði og trésmíði, og tveim árum seinna bindast múr- og steinsmiðir samtökum.“ (Helgi Guðmundsson 1998:13). Texti ritgerðar heldur áfram …
--------------------------------------------------------------------------------

Sé um lengri tilvitnun/texta að ræða er hann dreginn inn með breiðari spássíum vinstra og hægra megin og hafður með smærra letri og jafnvel minna línubili. Gæsalöppum er sleppt en oft er haft gott línubil fyrir ofan og neðan beinu tilvitnunina.

--------------------------------------------------------------------------------
Hér kemur texti frá þeim sem skrifar ritgerð og svo kemur bein tilvitnun:

Sú félagslega umsköpun sem hér er greinilega í uppsiglingu meðal iðnaðarmann, snertir að sjálfsögðu einnig lærlingana. Enda þótt þeir séu í lægsta þrepinu og eigi allt sitt undir meisturum og sveinum, fara hagsmunir þeirra saman í mörgum greinum, og þá ekki hvað síst í atvinnumálum. Nemar sem þegar hafa hafið nám, vilja ekki of öra fjölgun í stéttinni, fremur en þeir sem hafa lokið námi, því atvinnan er satt best að segja heldur ótrygg.

Texti ritgerðar heldur áfram …
--------------------------------------------------------------------------------

Óbein tilvitnun: Texti úr verki annars höfundar er endursagður eða umorðaður.

Viðmiðið er að allt sem er umfram þekkingu þess sem skrifar ritgerð (almenna þekkingu) og fengið er úr verki annars einstaklings þarf að skrá sem beina eða óbeina tilvitnun eftir því hvor aðferðin er notuð. Annars er hægt að tala um ritstuld.

Ef hluta úr tilvitnun er sleppt eru settir þrír punktar í stað þeirra orða sem er sleppt:

„Árið 1899 eru stofnuð hagsmunasamtök í ... skósmíði, járnsmíði og trésmíði, og tveim árum seinna bindast múr- og steinsmiðir samtökum.“

Tilvísun

Strax á eftir tilvitnun þarf að koma tilvísun. Tilvísun vísar til nánari upplýsinga um heimild í heimildaskrá.

Oftast er valið milli þess að setja tilvísun
a) fyrir aftan texta/tilvitnun
b) neðanmáls
c) aftan við kafla eða í lok bókar eða greinar.

a) Tilvísun í sviga fyrir aftan texta

Strax á eftir tilvitnun kemur svigi með tilvísun í heimild. Í sviganum eru eftirfarandi upplýsingar: (Höfundur útgáfuár:blaðsíðutal).

--------------------------------------------------------------------------------
Helgi Guðmundsson segir meðal annars að „Árið 1899 eru stofnuð hagsmunasamtök í þremur iðngreinum, skósmíði, járnsmíði og trésmíði, og tveim árum seinna bindast múr- og steinsmiðir samtökum.“ (Helgi Guðmundsson 1998:13). Texti ritgerðar heldur áfram …
--------------------------------------------------------------------------------

Í heimildaskrá koma nánari upplýsingar um bók Helga:
Helgi Gušmundsson. 1998. Meš framtķšina aš vopni. Hreyfing išnnema, nįm og lķfskjör ķ 100 įr. Mįl og mynd, Reykjavķk.

b) Tilvísun í númeraröð neðanmáls á viðkomandi síðu

Fyrsta tilvísun í ritgerð fær númerið 1, sú næsta númerið 2 o.s.frv. (kallað „footnote“ í ritvinnsluforritum).

--------------------------------------------------------------------------------
Helgi Guðmundsson segir meðal annars að „Árið 1899 eru stofnuð hagsmunasamtök í þremur
iðngreinum, skósmíði, járnsmíði og trésmíði , og tveim árum seinna bindast múr- og steinsmiðir
samtökum.“
mörg af sama toga og įšur...".1
--------------------------------------------------------------------------------

Neðanmálsgreinar/tilvísanir í númeraröð líta svona út neðst á viðkomandi síðu:
_________________________________
1 Helgi Guðmundsson 1998:13

Sama gildir ef um óbeinar tilvitnanir er að ræða þar sem endursagður er kafli eða brot úr heimild. Þá er ekki þörf fyrir gæsalappir en vísa þarf í verkið engu að síður. Á eftir endursögn eða umfjöllun kæmi sbr. (samanber) eða sjá á undan tilvísun í viðkomandi heimild:
____________________________________
1 (Sbr. Helgi Guðmundsson 1998:13)

Í heimildaskrá koma eins og í lið a) nánari upplýsingar um bók Helga.

c) Tilvísun aftan við tímaritsgrein eða bókarkafla eða aftan við meginmál bókar

Tilvísanir eru númeraðar eins og í lið b).

--------------------------------------------------------------------------------
Helgi Guðmundsson segir meðal annars að „Árið 1899 eru stofnuð hagsmunasamtök í þremur iðngreinum, skósmíði, járnsmíði og trésmíði, og tveim árum seinna bindast múr- og steinsmiðir samtökum.“1
--------------------------------------------------------------------------------

Í lok kafla/greinar eða í lok bókar eru tilvísanirnar í númeraröð.

1. Helgi Guðmundsson 1998:13

Í heimildaskrá koma eins og í lið a) og b) nánari upplýsingar um bók Helga.

 

Næsta síða Upp Næsta síða

Íslensk útgáfa:
Ásdís H. Hafstað
Bára Stefánsdóttir
Nanna Lind
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Þórunn Snorradóttir
Styrktaraðilar: Menntamálaráðuneytið
© Biblioteksguiden för studerande og íslenskir höfundar 2004
Síðast uppfært 6. mars 2012
Um vefinn