Kennsluvefur í upplýsingalæsi

Kafli 1
Leiðsögn um bókasöfn
 

Forsíða

 

Kafli

Lei­s÷gn um bˇkas÷fn Neti­ sem heimild
Hvar er upplřsingar a­ finna? Tr˙ver­ugleiki heimilda
Gagnasöfn H÷fundarÚttur og si­frŠ­i
Heimildavinna og ritgerðasmíð Upplýsingalæsi
 
Kafli 1
1. Framhaldsskóla-söfn
2. Þjónusta framhaldsskólasafna
3. Helstu tegundir bókasafna
 

1. Framhaldsskˇlas÷fn

2. Þjónusta framhaldsskólasafna

3. Helstu tegundir bókasafna

 

1. Framhaldsskˇlas÷fn

Í þessum kafla er fjallað almennt um framhaldsskólasöfn.

Hlutverk og markmið

Skólasafn er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara eins og kemur fram í grein 39a í Lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 með áorðnum breytingum árið 2010. Starfsemi þess á að styðja nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum. Safnið er búið bókum, tímaritum, gögnum á tölvutæku formi, myndböndum og öðrum nýsigögnum sem tengjast kennslugreinum skólanna.

Á skólasafninu fer fram öflun og úrvinnsla þekkingar. Þar er upplýsingum safnað saman, þær skipulagðar, metnar og notaðar. Vinnuaðstaða er á safninu þar sem nemendur geta búið sig undir kennslustundir, unnið að verkefnum og ritgerðum eða nýtt sér bækur og annað efni safnsins. Einnig er aðstaða til hóp- og tölvuvinnu.

Á skólasafninu fá nemendur kennslu í upplýsingaöflun. Þeir fá þjálfun í sjálfstæðri leit upplýsinga eftir mismunandi leiðum og á margvíslegu formi t.d. leit í bókasafnskerfi safnsins, handbókum, margmiðlunardiskum og gagnasöfnum á Netinu. Kennt er hvaða aðferðum er best að beita við upplýsingaleit eftir því hvert verkefnið er. Kynntar eru helstu leitarvélar og vefskrár sem eru í boði á Netinu, bæði innlendar og erlendar. Nemendum er bent á mikilvægi þess að afmarka leitir og huga að áreiðanleika og gæðum upplýsinga. Með því er stuðlað að upplýsingalæsi nemenda.

Safngögn

Safnkostur skólasafna er að mestu byggður á bókum og tímaritum sem tengjast skólastarfinu á einn eða annan hátt, að viðbættu efni á öðru formi svo sem myndböndum, margmiðlunardiskum o.fl.

Bækur og annað efni er flokkað eftir flokkunarkerfi Deweys og skráð í bókasafnskerfi viðkomandi safns (s.s. Gegnir, Metrabók, Micromark).

Flest söfnin hafa efnisflokkað tenglasafn á vef sínum og miðast efnisflokkarnir við þær námsgreinar sem kenndar eru í viðkomandi skóla.

Vefir framhaldsskólasafna í landinu:

Borgarholtsskóli

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Sauðarkróki

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

Framhaldsskólinn á Húsavík

Framhaldsskólinn á Laugum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Kvennaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn að Laugavatni

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Ísafirði

Menntaskólinn í Kópavogi

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Menntaskólinn við Sund

Tækniskólinn

Verkmenntaskóli Austurlands

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verzlunarskóli Íslands

Upphaf - Kafli 2 Upp Næsta síða

 

 

Íslensk útgáfa:
Ásdís H. Hafstað
Bára Stefánsdóttir
Nanna Lind
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Þórunn Snorradóttir
Styrktaraðilar: Menntamálaráðuneytið
© Biblioteksguiden för studerande og íslenskir höfundar 2004
Síðast uppfært 6. mars 2012
Um vefinn